Vatnslekaskynjari
Lítill og einfaldur skynjari sem nemur hvort vatn er að leka.
Auðvelt að koma fyrir á stöðum þar sem vatn gæti farið að leka og ekki er auðvelt að sjá.
Sendir boð í vaktkerfi, SMS, tölvupóst eða hringir í vaktmann og tryggir skjót viðbrögð.
Tjón af völdum vatnsleka nema hundruðum milljóna króna á ári.
Einfalt notendaviðmót – beint í Snjallsíma
Viðmót snjallkerfisins er auðskilið, allt á íslensku og einfalt að setja upp á snjallsíma ættingja, vina eða umönnunaraðila. Hægt er að stilla kerfið þannig að aðstandendur geta skipt með sér umsjóninni á mismunandi tímabilum.