Í þessum mánuði ákvað Landspítalinn að velja íslenskar heilsutæknilausnir frá…

Fjallabyggð velur Alvican í þróunarverkefni til að efla öldrunarþjónustu
Í sveitarfélaginu Fjallabyggð er í dag fimmtungur íbúa orðinn 67 ára og eldri og því má segja að Fjallabyggð sé komið lengra í þróun en önnur sveitarfélög vestrænna landa sem má kalla öldrun þjóða. Fjallabyggð er því í senn bæði gluggi inn í framtíðina og kjörinn vettvangur fyrir þróun framtíðarlausna tengdum öldrunarþjónustu og velferðartækni.
Fjallabyggð hefur nú hafið nýsköpunar- og þróunarverkefni er varðar samhæfingu, fræðslu og gæðaþróun og á eflingu velferðartækni í þjónustu innan velferðarþjónustu sveitarfélagsins með það að markmiði að gera innleiðingu nýrrar heilbrigðis- og velferðartækni í sveitarfélaginu öruggari, skilvirkari og árangursríkari. Mikilvægur þáttur í vinnu sveitarfélagsins undanfarna mánuði hefur legið í undirbúningi sérsamninga við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðuneyti varðandi þróunarverkefni og nú er hafin innleiðing á velferðartæknilausnum frá Alvican ehf. sem sérhæfir sig í lausnum til að lengja sjálfstæða búsetu eldri borgara, betri þjónustu og aukið öryggi þeirra.
Nú þegar hafa verið settar upp lausnir hjá fyrstu notendum í Fjallabyggð sem búa í sjálfstæðri búsetu, hjúkrunarheimili og þjónustuíbúðum. Meðal lausna sem verða innleiddar eru öryggishnappar sem virka bæði innan og utandyra, fallvarnir, rápskynjarar, staðsetningarbúnaður og fleira.
Rápskynjari Alvican
Rápskynjari Alvican er oftast tengdur stofnankerfi Alvican. En það er kerfi hannað fyrir dvalarheimili sem vilja einfalda og markvissa lausn til að fylgjast með hvort íbúi fer á stjá á nóttunni.
Lausnin veitir öryggi fyrir notendur í byltuhættu án þess að skerða persónufrelsi. Öryggið sem fylgir því að hafa rápskynjara er augljóst og möguleikar eru á mikilli hagræðingu fyrir umönnunaraðila hvort heldur er fyrir einstakling sem býr einn eða hópa sem umönnunaraðilar sinna.