skip to Main Content

Rápskynjari Alvican

Rápskynjari Alvican er oftast tengdur stofnankerfi Alvican. En það er kerfi hannað fyrir dvalarheimili sem vilja einfalda og markvissa lausn til að fylgjast með hvort íbúi fer á stjá á nóttunni.

Lausnin veitir öryggi fyrir notendur í byltuhættu án þess að skerða persónufrelsi. Öryggið sem fylgir því að hafa rápskynjara er augljóst og möguleikar eru á mikilli hagræðingu fyrir umönnunaraðila hvort heldur er fyrir einstakling sem býr einn eða hópa sem umönnunaraðilar sinna.

Virkni

Rápskynjarinn er þráðlaus og með rafhlöðu, hann er settur á rúmfót hjá notanda og þegar hann ætlar að fara fram úr rúminu sendir skynjarinn skilaboð í snjallkerfið.

Hægt er að stilla snjallkerfi Alvican þannig að það sendi skilaboð á umönnunaraðila allan sólarhringinn eða aðeins á tilteknum tímum t.d. frá 23 á kvöldin og til kl 8 að morgni.

Stjórnborð kerfisins veitir upplýsingar um allar hreyfingar sem hægt er að fletta aftur í tímann og meta þannig álag á starsfólk.

Skynjarinn sendir boð á klukkustundar fresti með stöður á rafhlöðu, fjöldi hreyfinga, stöðu 0/1, 0 táknar engin hreyfing 1 táknar hreyfingu, hitastig og mínútur frá síðustu hreyfingu. Ef hreyfing verður þá sendir skynjarinn strax boð. Flötur verður grænn í viðmóti og SMS sent ef það er stillt í viðmóti. Ef hreyfing er viðvarandi þá eru send boð á 10 mínútna fresti, og flötur heldur áfram að vera grænn. Ef engin hreyfing er í 5 mínútur þá eru send boð, og flötur verður hvítur í viðmóti.

Stærð: 50 x 50 x 20 mm. Þyngd 40 grömm. Rafhlaða ER14250. Ending á rafhlöðu allt að 16 mánuðir. Linsa 123 gráður lárétt og 93 gráður lóðrétt. Sjónsvið allt að 7 metrar.

Einfalt notendaviðmót – beint í Snjallsíma

Viðmót snjallkerfisins er auðskilið, allt á íslensku og einfalt að setja upp á snjallsíma ættingja, vina eða umönnunaraðila. Hægt er að stilla kerfið þannig að aðstandendur geta skipt með sér umsjóninni á mismunandi tímabilum.

Náið í Alvican appið

google-play-badge

Hafa samband

    Vörur

    Dæmi um viðskiptavini

    logo-white_transparent

    Hátún 12
    105 Reykjavík
    Ísland
    alvican@alvican.com
    +0354 6160900

    Kennitala: 5410151240
    Banki: Arionbanki hf
    Reikningur: 0301-26-012477
    Vsk númer: 136833

    Náið í Alvican appið

    google-play-badge
    rannis-white

    Stuðningsaðili: Rannís

    Back To Top