skip to Main Content

Rápskynjari Alvican

Rápskynjari Alvican er tengdur við einstaklingsútgáfu af snjallkerfi Alvican en það er kerfi hannað fyrir einstaklinga með skerta færni í sjálfstæðri búsetu sem vilja auka öryggi.

Rápskynjarinn hentar bæði aðstandendum og/eða um- önnunaraðilum. Lausnin veitir öryggi fyrir notendur í byltuhættu án þess að skerða persónufrelsi. Öryggið sem fylgir því að hafa rápskynjara er augljóst og möguleikar eru á mikilli hagræðingu fyrir umönnunaraðila hvort heldur er fyrir einstakling sem býr einn eða hópa sem umönnunar- aðilar sinna.

Virkni

Rápskynjarinn er þráðlaus og með rafhlöðu og er hann settur á rúmfótinn hjá notanda og þegar hann ætlar að fara fram úr rúminu sendir skynjarinn skilaboð í snjallkerfið.

Hægt er að stilla snjallkerfi Alvican þannig að það sendi skilaboð á aðstandendur eða umönnun- araðila allan sólarhringinn eða aðeins þegar notandi fer fram úr rúminu á nóttunni.

Skynjarinn sendir skilaboð á aðstan- dendur eða til umönnunaraðila þegar búið er að setja lausnina upp og skilgreina svörunaraðila. Snjall- kerfið geymir engar upplýsingar eða sendir neitt frá sér nema skilaboð sem búið er að ákveða að eigi að berast.

Einfalt notendaviðmót – beint í Snjallsíma

Viðmót snjallkerfisins er auðskilið, allt á íslensku og einfalt að setja upp á snjallsíma ættingja, vina eða umönnunaraðila. Hægt er að stilla kerfið þannig að aðstandendur geta skipt með sér umsjóninni á mismunandi tímabilum.

Dæmi um viðskiptavini

logo-white_transparent

Hátún 12
105 Reykjavík
Ísland
info@alvican.com
+0354 616-0900

Kennitala: 5410151240
Banki: Arionbanki hf
Reikningur: 0301-26-012477
Vsk númer: 136833

rannis-white

Stuðningsaðili: Rannís

Back To Top