Rápskynjari Alvican
Rápskynjari Alvican er oftast tengdur stofnankerfi Alvican. En það er kerfi hannað fyrir dvalarheimili sem vilja einfalda og markvissa lausn til að fylgjast með hvort íbúi fer á stjá á nóttunni.
Lausnin veitir öryggi fyrir notendur í byltuhættu án þess að skerða persónufrelsi. Öryggið sem fylgir því að hafa rápskynjara er augljóst og möguleikar eru á mikilli hagræðingu fyrir umönnunaraðila hvort heldur er fyrir einstakling sem býr einn eða hópa sem umönnunaraðilar sinna.
Virkni
Rápskynjarinn er þráðlaus og með rafhlöðu, hann er settur á rúmfót hjá notanda og þegar hann ætlar að fara fram úr rúminu sendir skynjarinn skilaboð í snjallkerfið.
Hægt er að stilla snjallkerfi Alvican þannig að það sendi skilaboð á umönnunaraðila allan sólarhringinn eða aðeins á tilteknum tímum t.d. frá 23 á kvöldin og til kl 8 að morgni.
Stjórnborð kerfisins veitir upplýsingar um allar hreyfingar sem hægt er að fletta aftur í tímann og meta þannig álag á starsfólk.
Skynjarinn sendir boð á klukkustundar fresti með stöður á rafhlöðu, fjöldi hreyfinga, stöðu 0/1, 0 táknar engin hreyfing 1 táknar hreyfingu, hitastig og mínútur frá síðustu hreyfingu. Ef hreyfing verður þá sendir skynjarinn strax boð. Flötur verður grænn í viðmóti og SMS sent ef það er stillt í viðmóti. Ef hreyfing er viðvarandi þá eru send boð á 10 mínútna fresti, og flötur heldur áfram að vera grænn. Ef engin hreyfing er í 5 mínútur þá eru send boð, og flötur verður hvítur í viðmóti.
Stærð: 50 x 50 x 20 mm. Þyngd 40 grömm. Rafhlaða ER14250. Ending á rafhlöðu allt að 16 mánuðir. Linsa 123 gráður lárétt og 93 gráður lóðrétt. Sjónsvið allt að 7 metrar.

Einfalt notendaviðmót – beint í Snjallsíma
Viðmót snjallkerfisins er auðskilið, allt á íslensku og einfalt að setja upp á snjallsíma ættingja, vina eða umönnunaraðila. Hægt er að stilla kerfið þannig að aðstandendur geta skipt með sér umsjóninni á mismunandi tímabilum.
Náið í Alvican appið
