skip to Main Content

Eldavélaskynjari Alvican

Eldavélaskynjari Alvican er tengdur við einstaklingsútgáfu af snjallkerfi Alvican en það er kerfi hannað fyrir einstaklinga með skerta færni í sjálfstæðri búsetu sem vilja auka öryggi.

Eldavélaskynjarinn hentar bæði aðstandendum og/eða umönnunaraðilum. Lausnin veitir öryggi fyrir notendur með heilabilun án þess að skerða sjálfræði. Öryggið sem fylgir því að hafa eldavélaskynjara er augljóst og möguleikar eru á mikilli hagræðingu fyrir umönnunaraðila hvort heldur er fyrir einstakling sem býr einn eða í sambúð.

Virkni

Eldavélaskynjarinn er þráðlaus og með rafhlöðu og er hann settur í rafmagnstöfluna hjá notanda og ef kveikt er á eldavélinni á óeðlilegum tíma eða eldavélin er í gangi í langan tíma sendir skynjarinn skilaboð í snjallkerfið.

Hægt er að stilla snjallkerfi Alvican þannig að það sendi skilaboð á aðstandendur eða umön- nunaraðila þegar frávikin eru á notkun á eldavélinni. Einnig er hægt að fá viðbót við skynjarann sem slekkur á rafmagninu á eldavélinni þannig ekki þarf aðstandanda eða umönnunaraðila til að bregðast við.

Skynjarinn sendir skilaboð á aðstandendur eða til umönnunaraðila þegar búið er að setja lausnina upp og skilgreina svörunaraðila. Snjallkerfið geymir engar upplýsingar eða sendir neitt frá sér nema skilaboð sem búið er að ákveða að eigi að berast.

eldavelaskynjari1

Einfalt notendaviðmót – beint í Snjallsíma

Viðmót snjallkerfisins er auðskilið, allt á íslensku og einfalt að setja upp á snjallsíma ættingja, vina eða umönnunaraðila. Hægt er að stilla kerfið þannig að aðstandendur geta skipt með sér umsjóninni á mismunandi tímabilum.

Dæmi um viðskiptavini

logo-white_transparent

Hátún 12
105 Reykjavík
Ísland
info@alvican.com
+0354 616-0900

Kennitala: 5410151240
Banki: Arionbanki hf
Reikningur: 0301-26-012477
Vsk númer: 136833

rannis-white

Stuðningsaðili: Rannís

Back To Top