Loftgæðaskynjari
Loftgæðaskynjarinn er lítill og nettur, og mælir hita, raka, koltvísýring, og loftgæði. Auðvelt er að skoða gögnin í viðmóti kerfisins og sjá þegar loftgæði verða óhagstæð. Einnig má láta kerfið senda boð í síma eða tölvupóst þegar eitthvað er að.
Loftgæði er mælikvarði sem gefur til kynna hversu hreint eða mengað loftið er. Mælingar á loftgæði eru mikilvægar til að meta hversu hollt og öruggt loftið er fyrir mannlega heilsu og umhverfið.
Eldra fólk er oftast viðkvæmara fyrir loftmengun og því er nauðsynlegt að tryggja hreint og hollt loft. Góð loftgæði stuðla að hreinu, hollu og þægilegu umhverfi sem stuðlar að almennri vellíðan eldri einstaklinga og starfsmanna á hjúkrunarheimilum.
Einfalt notendaviðmót – beint í Snjallsíma
Viðmót snjallkerfisins er auðskilið, allt á íslensku og einfalt að setja upp á snjallsíma ættingja, vina eða umönnunaraðila. Hægt er að stilla kerfið þannig að aðstandendur geta skipt með sér umsjóninni á mismunandi tímabilum.