Dvalarheimilið Fellaskjól á Grundarfirði hefur hafið innleiðingu á velferðartæknilausnum Alvican.…

Hjúkrunarheimilið Grund innleiðir lausnir frá Alvican
Hjúkrunarheimilið Grund í Reykjavík þurfti að bregðast hratt við þegar íbúar á hjúkrunarheimilinu í Grindavík þurftu að yfirgefa bæjarfélagið um síðustu helgi vegna jarðhræringa. Hjúkrunarheimilið bjó til bráðabirgðarými til að hýsa íbúa frá Grindavík og leituðu til Alvican með lán á bráðabirgða bjöllukerfi til að leysa málið þann tíma sem íbúarnir þurfa að dvelja þar. Allar lausnir frá Alvican eru þráðlausar og þurfa því enga uppsetningu, aðeins kennslu á búnaðinn og hugbúnaðinn sem er á íslensku og er auðvitað íslenskt hugvit.
Þráðlausa 4G bjöllukerfið virkar vel þegar breytingar ganga yfir þar sem ekki þarf neina uppsetningu á staðnum og hægt að flytja til hnappa, fjölga eða fækka eftir þörf hverju sinni.
Bjöllukerfið virkar bæði innan og utandyra og þarf enga stjórnstöð þar sem í hnappnum er talrás í báðar áttir og þess vegna er hægt að bæði hringja úr hnappnum og hringja í hnappinn. Einnig er GPS tæki í hnappnum og því er hægt að staðsetja hnappinn utandyra og koma notandanum til aðstoðar þar sem hann er staddur og hentar því mjög vel fyrir þá íbúa sem eru á ferðinni og fara reglulega í göngutúra eða týnast. Sú lausn hjálpar mikið til við umönnun íbúa með heilabilun sem stundum fara út án þess að starfsfólk veit af því og þá senda hnapparnir skilaboð á umönnunaraðila.
Hnöppunum fylgir íslenskur hugbúnaður þar sem hægt er að stýra hverjir eru svarendur hverju sinni, fá stöðu á hnöppunum og tölfræði skýrslur um notkun.