Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi völdu heilsutæknilausnir frá Alvican fyrir skömmu.…
Alvican semur við Sjúkratryggingar Íslands um niðurgreiðslu á rápskynjurum
Sjúkratryggingar Íslands hafa nú samþykkt að niðurgreiða 100% kostnað við tækjabúnað og uppsetningu á rápskynjurum Alvican sem koma í staðinn fyrir rápmottur sem hafa verið í notkun hér á landi í mörg ár.
Rápskynjari Alvican er tengdur við einstaklingsútgáfu af snjallkerfi Alvican en það er kerfi hannað fyrir einstaklinga með skerta færni í sjálfstæðri búsetu sem vilja auka öryggi.
Rápskynjarinn er þráðlaus og með rafhlöðu og er hann settur á rúmfótinn hjá notanda og þegar hann ætlar að fara fram úr rúminu sendir skynjarinn skilaboð í snjallkerfið.
Hægt er að stilla snjallkerfi Alvican þannig að það sendi skilaboð á aðstandendur eða umönnunaraðila allan sólarhringinn eða aðeins þegar notandi fer fram úr rúminu á nóttunni.
Viðmót snjallkerfisins er auðskilið, allt á íslensku og einfalt að setja upp á snjallsíma ættingja, vina eða umönnunaraðila.
Ef þú hefur áhuga á að fá nánari upplýsingar eða tilboð er hægt að senda tölvupóst á alvican@alvican.com.
Alvican öryggishnappurinn
Öryggishnappurinn okkar virkar bæði innan- og utandyra og hægt er að fylgjast með staðsetningu notanda með upplýstu samþykki hans. Það þarf enga sérstaka tæknikunnáttu til að nota öryggishnappana okkar. Notandi þarf ekki að eiga eða kunna á snjallsíma. Aðstandendur eða umönnunaraðilar hafa aðgang að snjallforriti okkar í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu.
Hnappurinn er vatnsheldur og hægt er að virkja fallvörn og þá lætur hnappurinn vita ef notandi tækisins dettur og sendir sjálfkrafa skilaboð ef notandinn getur ekki gert viðvart. Einnig er hægt að stilla hnappinn þannig að ef tækið hreyfist utan valins öryggissvæðis þá sendir hnappurinn skilaboð í síma aðstandenda eða umönnunaraðila. Öryggishnappurinn getur einnig gert viðtakendum viðvart ef notandi hnappsins sest t.d. upp í bifreið og fer þannig á meiri ferð en forstillt hraðatakmörk.