skip to Main Content

Alvican tekur við öryggishnappa þjónustunni á Vestfjörðum

Öryggisfyrirtækið Alvican býður upp á öryggishnappaþjónustu í íbúðum aldraðra á Vestfjörðum. Arnar Ægisson, framkvæmdasjóri sagði í samtali við Bæjarins besta að fyrirtækið væri þegar farið að þjónusta 10 íbúðir á Ísafirði af 60. Slökkviliðið á Ísafirði hefur veitt þessa þjónustu en mun hætta því í lok febrúar. Þá þurfa íbúarnir að vera búnir að finna sér annan aðila.

Verðið mun lækka að sögn Arnar. Slökkviliðið hefur tekið 10.500 kr á mánuði , þar af greiða Sjúkratryggingar Íslands 5.500 kr. en verðið hjá Alvican er 7.990 kr.sem þýðir að á notandann fellur 490 kr. sem er lægra en verið hefur.

„Við erum einnig með þjónustuleið sem felur ekki í viðbragðsþjónustu og þá svara aðstandendur og/eða umönnunaraðilar, þannig að ekki eru skilyrði að Sjúkratryggingar taki þátt með niðurgreiðslu til að nýta sér þetta þjónustu.“ segir Arnar.

Að sögn Arnars getur Alvican veitt þjónustuna almennt á Vestfjörðum, ekki bara á norðanverðum Vestfjörðum.

Alvican öryggishnappurinn

Öryggishnappurinn okkar virkar bæði innan- og utandyra og hægt er að fylgjast með staðsetningu notanda með upplýstu samþykki hans. Það þarf enga sérstaka tæknikunnáttu til að nota öryggishnappana okkar. Notandi þarf ekki að eiga eða kunna á snjallsíma. Aðstandendur eða umönnunaraðilar hafa aðgang að snjallforriti okkar í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu.

Hnappurinn er vatnsheldur og hægt er að virkja fallvörn og þá lætur hnappurinn vita ef notandi tækisins dettur og sendir sjálfkrafa skilaboð ef notandinn getur ekki gert viðvart. Einnig er hægt að stilla hnappinn þannig að ef tækið hreyfist utan valins öryggissvæðis þá sendir hnappurinn skilaboð í síma aðstandenda eða umönnunaraðila. Öryggishnappurinn getur einnig gert viðtakendum viðvart ef notandi hnappsins sest t.d. upp í bifreið og fer þannig á meiri ferð en forstillt hraðatakmörk.

Skoða vöru
logo-white_transparent

Hátún 12
105 Reykjavík
Ísland
alvican@alvican.com
+0354 6160900

Kennitala: 5410151240
Banki: Arionbanki hf
Reikningur: 0301-26-012477
Vsk númer: 136833

Náið í Alvican appið

google-play-badge
rannis-white

Stuðningsaðili: Rannís

Back To Top