Í þessum mánuði ákvað Heilsugæslan í Vestmannaeyjum að velja íslenska…
Vinsælu GPS öryggisúrin uppseld
Hin vinsælu GPS öryggisúrin eru uppseld eins og er og kemur þessi útgáfa ekki aftur í sölu. Von er á að nýrri uppfærslu eftir nokkrar vikur en áður en þau fara í sölu verða þau að standast prófanir hjá okkur í Alvican.
GPS öryggisúrin virka bæði innan og utandyra og þarf enga stjórnstöð þar sem það er talrás í báðir áttir í úrinu og þess vegna er bæði hægt að hringja úr því og hringja í úrið. Einnig er GPS tæki í úriinu og því er hægt að staðsetja það utandyra og koma notandanum til aðstoðar þar sem hann er staddur og hentar því mjög vel fyrir þá íbúa sem eru á ferðinni og fara reglulega í göngutúra.
GPS öryggisúrunum fylgir íslenskur hugbúnaður þar sem hægt er að stýra hverjir eru svarendur hverju sinni, fá stöðu á hnöppunum og kortagrunnur til að staðsetja úrið ef það hefur verið undirritað upplýst samþykki notanda.
Ef þú hefur áhuga á að fá nánari upplýsingar eða skrá þig á biðlista er hægt að senda tölvupóst á alvican@alvican.com.
Alvican öryggishnappurinn
Öryggishnappurinn okkar virkar bæði innan- og utandyra og hægt er að fylgjast með staðsetningu notanda með upplýstu samþykki hans. Það þarf enga sérstaka tæknikunnáttu til að nota öryggishnappana okkar. Notandi þarf ekki að eiga eða kunna á snjallsíma. Aðstandendur eða umönnunaraðilar hafa aðgang að snjallforriti okkar í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu.
Hnappurinn er vatnsheldur og hægt er að virkja fallvörn og þá lætur hnappurinn vita ef notandi tækisins dettur og sendir sjálfkrafa skilaboð ef notandinn getur ekki gert viðvart. Einnig er hægt að stilla hnappinn þannig að ef tækið hreyfist utan valins öryggissvæðis þá sendir hnappurinn skilaboð í síma aðstandenda eða umönnunaraðila. Öryggishnappurinn getur einnig gert viðtakendum viðvart ef notandi hnappsins sest t.d. upp í bifreið og fer þannig á meiri ferð en forstillt hraðatakmörk.