Í þessum mánuði ákvað Heilsugæslan í Vestmannaeyjum að velja íslenska…
Sjúkratryggingar semja við Alvican um þjónustu öryggishnappa
Alvican er kominn með samning við Sjúkratryggingar Íslands sem hefur samþykkt hnappana okkar. Það þarf enga sérstaka tæknikunnáttu til að nota öryggishnappana okkar. Notandi þarf ekki að eiga eða kunna á snjallsíma. Aðstandendur eða umönnunaraðilar hafa aðgang að snjallforriti okkar í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu. Öryggishnappurinn virkar bæði innan- og utandyra og hægt er að fylgjast með staðsetningu notanda með upplýstu samþykki hans, ásamt því að geta hringt í hnappinn.
Ef óskað er eftir því að fá viðbragðsþjónustu allan sólarhringinn þá er hægt að kaupa þá þjónustu hjá okkur og ef Sjúkratryggingar samþykkja niðurgreiðslu viðkomandi þá kostar sólarhringsþjónustan aðeins 490 krónur á mánuði.
Alvican öryggishnappurinn
Öryggishnappurinn okkar virkar bæði innan- og utandyra og hægt er að fylgjast með staðsetningu notanda með upplýstu samþykki hans. Það þarf enga sérstaka tæknikunnáttu til að nota öryggishnappana okkar. Notandi þarf ekki að eiga eða kunna á snjallsíma. Aðstandendur eða umönnunaraðilar hafa aðgang að snjallforriti okkar í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu.
Hnappurinn er vatnsheldur og hægt er að virkja fallvörn og þá lætur hnappurinn vita ef notandi tækisins dettur og sendir sjálfkrafa skilaboð ef notandinn getur ekki gert viðvart. Einnig er hægt að stilla hnappinn þannig að ef tækið hreyfist utan valins öryggissvæðis þá sendir hnappurinn skilaboð í síma aðstandenda eða umönnunaraðila. Öryggishnappurinn getur einnig gert viðtakendum viðvart ef notandi hnappsins sest t.d. upp í bifreið og fer þannig á meiri ferð en forstillt hraðatakmörk.