Í þessum mánuði ákvað Heilsugæslan í Vestmannaeyjum að velja íslenska…
Hjúkrunarheimilið Tjörn innleiðir velferðartæknilausnir
Hjúkrunarheimilið Tjörn á Þingeyri sem rekið er af Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur innleitt snjallkerfi Alvican, rápskynjara, þráðlaust 4G bjöllukerfi og hreyfiskynjurum. Tjörn ákváð á dögunum að fjárfesta í velferðartæknilausnum frá Alvican og setja upp rápskynjara á rúmfætur í herbergjum hjúkrunarheimilisins. Rápskynjarinn sendir frá sér skilaboð um leið og notandinn ætlar að fara fram úr og ef hann er í byltuhættu er hægt að aðstoða hann áður en hann fer af stað. Snjallkerfið er bæði tengt GSM kerfi og netinu þannig að ef rafmagnið fer af húsnæðinu þá helst þessi stafræna vöktun áfram og sendir skilaboð í snjallsíma hjúkrunarheimilisins. Einnig eru hreyfiskynjarar á salernum íbúa sem eru tengdir snjallkerfinu en þeir eru tengdir rápskynjara við rúmfót hjá þeim sem ekki eru í byltuhættu og þurfa ekki aðstoð við að fara á salerni.
Tjörn innleiddi einnig þráðlausa 4G öryggishnappa frá Alvican fyrir þá íbúa sem eru á ferðinni og fara reglulega í göngutúra. Hnapparnir virka bæði innan og utandyra og þar enga stjórnstöð þar sem í hnappnum er talrás í báðar áttir og þess vegna er hægt að bæði hringja úr hnappnum og hringja í hnappinn. Einnig er GPS tæki í hnappnum og því er hægt að staðsetja hnappinn utandyra og koma notandanum til aðstoðar þar sem hann er staddur.
Hnöppunum fylgir íslenskur hugbúnaður þar sem hægt er að stýra hverjir eru svarendur hverju sinni, fá stöðu á hnöppunum og tölfræði skýrslur um notkun.
Alvican eldavélaskynjari
Eldavélaskynjari Alvican er tengdur við einstaklingsútgáfu af snjallkerfi Alvican en það er kerfi hannað fyrir einstaklinga með skerta færni í sjálfstæðri búsetu sem vilja auka öryggi.
Eldavélaskynjarinn hentar bæði aðstandendum og/eða umönnunaraðilum. Lausnin veitir öryggi fyrir notendur með heilabilun án þess að skerða sjálfræði. Öryggið sem fylgir því að hafa eldavélaskynjara er augljóst og möguleikar eru á mikilli hagræðingu fyrir umönnunaraðila hvort heldur er fyrir einstakling sem býr einn eða í sambúð.