skip to Main Content

Nýjung: Raddstýring mikilvæg viðbót við öryggishnappa og bjöllukerfið

Undanfarin ár hefur Alvican fengið ýmis krefjandi verkefni frá notendum þar sem þeir hafa ekki náð að nota hugbúnaðinn og tækin eins og þau koma úr framleiðslu. Eitt af þeim verkefnum er að nýta raddstýringu til að virkja öryggishnapp eða kalla eftir aðstoð með bjöllukerfinu.

Raddstýring með aðstoð hátalara er einföld leið til að stýra snjalltækjum og hafa þessi kerfi verða í stöðugri þróun. Alvican hefur nú útbúið snjallforrit inn í kerfunum þar sem nettengdur hátalari eins og Google Nest eða Alexa getur tekið á móti skipunum og framkvæmt verkefni með mismunandi snjalltækjum. Lausnin sem nú er komin í notkun bæði í sjálfstæðri búsetu og á hjúkrunarheimili er þá notuð til að ræsa símhringingu í öryggishnappnum frá Alvican og 4G bjöllukerfinu án þess að ýtt sé á neinn hnapp.

Lausnin er þráðlaus og tengist LoRa snjallkerfi Alvican eða þráðlausu neti hjá notendum. Stjórnendur og/eða notendur fá íslenskan hugbúnað frá Alvican til þess að gera breytingar á stillingum en hægt er að láta hátalarann hringja þá í fleiri en aðeins umönnunaraðila eins og t.d. aðstandendur.

Hátalarakerfið getur einnig framkvæmt fjölda annara verkefna eins og spilað tónlist, útvarp, veitt upplýsingar um veður og klukkuna o.fl., allt með því einu að notandi gefur skipanir í hátalarann.

Lausnin hefur fengið frábærar viðtökur, aðstandendur og/eða umönnunaraðilar eru mjög ánægðir með minna álag á þá og aukið sjálfstæði fyrir notendur.

Ef þið viljið fá kynningu á hvernig lausnin virkar þá vinsamlegast hafið samband – alvican@alvican.com

Alvican öryggishnappurinn

Öryggishnappurinn okkar virkar bæði innan- og utandyra og hægt er að fylgjast með staðsetningu notanda með upplýstu samþykki hans. Það þarf enga sérstaka tæknikunnáttu til að nota öryggishnappana okkar. Notandi þarf ekki að eiga eða kunna á snjallsíma. Aðstandendur eða umönnunaraðilar hafa aðgang að snjallforriti okkar í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu.

Hnappurinn er vatnsheldur og hægt er að virkja fallvörn og þá lætur hnappurinn vita ef notandi tækisins dettur og sendir sjálfkrafa skilaboð ef notandinn getur ekki gert viðvart. Einnig er hægt að stilla hnappinn þannig að ef tækið hreyfist utan valins öryggissvæðis þá sendir hnappurinn skilaboð í síma aðstandenda eða umönnunaraðila. Öryggishnappurinn getur einnig gert viðtakendum viðvart ef notandi hnappsins sest t.d. upp í bifreið og fer þannig á meiri ferð en forstillt hraðatakmörk.

Skoða vöru
logo-white_transparent

Hátún 12
105 Reykjavík
Ísland
info@alvican.com
+0354 616-0900

Kennitala: 5410151240
Banki: Arionbanki hf
Reikningur: 0301-26-012477
Vsk númer: 136833

rannis-white

Stuðningsaðili: Rannís

Back To Top