skip to Main Content

Hjúkrunarheimilið Skjólgarður innleiðir rápskynjara frá Alvican

Hjúkrunarheimilið Skjólgarðar á Höfn í Hornafirði völdu á dögunum heilsutæknilausnir frá Alvican. Hjúkrunarheimilið hefur verið með í rúmlega ár þráðlaust 4G bjöllukerfi frá Alvican en núna er hafin innleiðing á þráðlausum rápskynjurum í stað rápmotta.

Rápskynjarnir eru stilltir eftir þörfum notanda og þannig er hægt að vakta notanda þegar þörf er á, þar sem sumir íbúar eru í byltuhættu allan sólarhringinn en aðrir aðeins á nóttunni.

Rápskynjurunum fylgir íslenskur hugbúnaður þar sem hægt er að stýra hverjir eru svarendur hverju sinni, fá tölfræðiskýrslur um hreyfingar og notkun.

Allar lausnir frá Alvican eru þráðlausar og þarf því enga uppsetningu, aðeins kennslu á búnaðinn og hugbúnaðinn sem er á íslensku og auðvitað íslenskt hugvit.

Rápskynjari Alvican

Rápskynjari Alvican er oftast tengdur stofnankerfi Alvican. En það er kerfi hannað fyrir dvalarheimili sem vilja einfalda og markvissa lausn til að fylgjast með hvort íbúi fer á stjá á nóttunni.

Lausnin veitir öryggi fyrir notendur í byltuhættu án þess að skerða persónufrelsi. Öryggið sem fylgir því að hafa rápskynjara er augljóst og möguleikar eru á mikilli hagræðingu fyrir umönnunaraðila hvort heldur er fyrir einstakling sem býr einn eða hópa sem umönnunaraðilar sinna.

Skoða vöru
logo-white_transparent

Hátún 12
105 Reykjavík
Ísland
alvican@alvican.com
+0354 6160900

Kennitala: 5410151240
Banki: Arionbanki hf
Reikningur: 0301-26-012477
Vsk númer: 136833

Náið í Alvican appið

google-play-badge
rannis-white

Stuðningsaðili: Rannís

Back To Top