Í þessum mánuði ákvað Heilsugæslan í Vestmannaeyjum að velja íslenska…
Lögmannshlíð tekur í notkun GPS öryggishnappa frá Alvican
Hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð á Akureyri sem er hluti af Heilsuvernd hjúkrunarheimilum er nýlegt glæsilegt hjúkrunarheimili. Íbúar á Lögmannshlíð geta nú farið einir í gönguferðir án fylgdar starfsfólks eftir að þau fjárfestu í GPS öryggishnöppum frá Alvican. Hnapparnir virka bæði innan- og utandyra og eru með talrás í báðar áttir og því hægt bæði að kalla eftir aðstoð og eins hringja í hnappinn til að bjóða fram aðstoð.
Í hnöppunum er GPS tæki þar sem hægt er að sjá staðsetningu á hnöppunum ef eitthvað kemur upp á og koma þá íbúanum til astoðar. Hnappurinn lætur einnig vita ef hann fer upp í bifreið og fá þá umönnaraðilar skilaboð í vaktsímann um leið og það gerist. Þar að auki er hægt að stilla fyrir hverja ferð stafræna girðingu og láta hnappinn senda skilaboð ef hann fer út fyrir þá girðingu þannig að starfsmenn Lögmannshlíðar geta þá brugðist við.
Alvican öryggishnappurinn
Öryggishnappurinn okkar virkar bæði innan- og utandyra og hægt er að fylgjast með staðsetningu notanda með upplýstu samþykki hans. Það þarf enga sérstaka tæknikunnáttu til að nota öryggishnappana okkar. Notandi þarf ekki að eiga eða kunna á snjallsíma. Aðstandendur eða umönnunaraðilar hafa aðgang að snjallforriti okkar í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu.
Hnappurinn er vatnsheldur og hægt er að virkja fallvörn og þá lætur hnappurinn vita ef notandi tækisins dettur og sendir sjálfkrafa skilaboð ef notandinn getur ekki gert viðvart. Einnig er hægt að stilla hnappinn þannig að ef tækið hreyfist utan valins öryggissvæðis þá sendir hnappurinn skilaboð í síma aðstandenda eða umönnunaraðila. Öryggishnappurinn getur einnig gert viðtakendum viðvart ef notandi hnappsins sest t.d. upp í bifreið og fer þannig á meiri ferð en forstillt hraðatakmörk.