Í þessum mánuði ákvað Landspítalinn að velja íslenskar heilsutæknilausnir frá…

Á annan tug hjúkrunarheimila hafa valið hitaskynjara frá Alvican í lyfjaskápa sína
Á undanförnum mánuðum hafa á annan tug hjúkrunar- og dvalarheimila út um land allt valið þráðlausa hitaskynjara frá Alvican í lyfjaherbergi og lyfjaskápa sína. er hafin sala á hitavöktun Alvican sem byggir á kvörðuðum hitaskynjurum sem tengjast snjallkerfi Alvican með LoRa sendingum.
Lausnin byggir á kvörðuðum hitaskynjurum sem tengjast snjallkerfi Alvican með LoRa sendingum og er jafnframt þráðlaus. Því þarf enga uppsetningu og hægt er að fjölga eða fækka hitaskynjurum í lyfjaherbergjum, lyfjaskápum eða lyfjakælum eftir þörfum.
Stjórnendur setja upp stillingar fyrir hvern skynjara sem sendir skilaboð á umsjónar- og ábyrgðaraðila ef frávik verða frá forstilltu hitastigi. Einnig er hægt að veita eftirlitsaðilum aðgang að hugbúnaðinum þar sem hægt er fylgjast með hitastigi í rauntíma og taka út skýrslur, tölfræði og atvikaskráningu.
Hugbúnaðurinn er íslenskur sem hægt er að nota í tölvu, spjaldtölvum og snjallsímum.
Helstu eiginleikar eru:
- Mælir nákvæmlega hita og rakastig.
- Notar stafrænan nema sem kemur kvarðaður frá framleiðanda.
- Auðvelt og fljótlegt að koma fyrir þar sem þörf er á síritun mælinga
- Hægt að stilla skráningu mælinga frá 30 sek og upp í enu sinni á klukkustund.
- Viðmót í snallsíma eða á tölvu þar sem skoða má gögn aftur í tímann.
- Sendir SMS, tölvupóst eða hringir í vaktmann ef mæld gildi fara yfir eða undir forstillt gildi.
- Prentar út atvikaskrá í viðmóti.
Allar lausnir frá Alvican eru þráðlausar og þarf því enga uppsetningu, aðeins kennslu á búnaðinn og hugbúnaðinn sem er á íslensku og auðvitað íslenskt hugvit.

Rápskynjari Alvican
Rápskynjari Alvican er oftast tengdur stofnankerfi Alvican. En það er kerfi hannað fyrir dvalarheimili sem vilja einfalda og markvissa lausn til að fylgjast með hvort íbúi fer á stjá á nóttunni.
Lausnin veitir öryggi fyrir notendur í byltuhættu án þess að skerða persónufrelsi. Öryggið sem fylgir því að hafa rápskynjara er augljóst og möguleikar eru á mikilli hagræðingu fyrir umönnunaraðila hvort heldur er fyrir einstakling sem býr einn eða hópa sem umönnunaraðilar sinna.