Í þessum mánuði ákvað Heilsugæslan í Vestmannaeyjum að velja íslenska…
Á annan tug hjúkrunarheimila hafa valið hitaskynjara frá Alvican í lyfjaskápa sína
Á undanförnum mánuðum hafa á annan tug hjúkrunar- og dvalarheimila út um land allt valið þráðlausa hitaskynjara frá Alvican í lyfjaherbergi og lyfjaskápa sína. er hafin sala á hitavöktun Alvican sem byggir á kvörðuðum hitaskynjurum sem tengjast snjallkerfi Alvican með LoRa sendingum.
Lausnin byggir á kvörðuðum hitaskynjurum sem tengjast snjallkerfi Alvican með LoRa sendingum og er jafnframt þráðlaus. Því þarf enga uppsetningu og hægt er að fjölga eða fækka hitaskynjurum í lyfjaherbergjum, lyfjaskápum eða lyfjakælum eftir þörfum.
Stjórnendur setja upp stillingar fyrir hvern skynjara sem sendir skilaboð á umsjónar- og ábyrgðaraðila ef frávik verða frá forstilltu hitastigi. Einnig er hægt að veita eftirlitsaðilum aðgang að hugbúnaðinum þar sem hægt er fylgjast með hitastigi í rauntíma og taka út skýrslur, tölfræði og atvikaskráningu.
Hugbúnaðurinn er íslenskur sem hægt er að nota í tölvu, spjaldtölvum og snjallsímum.
Helstu eiginleikar eru:
- Mælir nákvæmlega hita og rakastig.
- Notar stafrænan nema sem kemur kvarðaður frá framleiðanda.
- Auðvelt og fljótlegt að koma fyrir þar sem þörf er á síritun mælinga
- Hægt að stilla skráningu mælinga frá 30 sek og upp í enu sinni á klukkustund.
- Viðmót í snallsíma eða á tölvu þar sem skoða má gögn aftur í tímann.
- Sendir SMS, tölvupóst eða hringir í vaktmann ef mæld gildi fara yfir eða undir forstillt gildi.
- Prentar út atvikaskrá í viðmóti.
Allar lausnir frá Alvican eru þráðlausar og þarf því enga uppsetningu, aðeins kennslu á búnaðinn og hugbúnaðinn sem er á íslensku og auðvitað íslenskt hugvit.
Alvican öryggishnappurinn
Öryggishnappurinn okkar virkar bæði innan- og utandyra og hægt er að fylgjast með staðsetningu notanda með upplýstu samþykki hans. Það þarf enga sérstaka tæknikunnáttu til að nota öryggishnappana okkar. Notandi þarf ekki að eiga eða kunna á snjallsíma. Aðstandendur eða umönnunaraðilar hafa aðgang að snjallforriti okkar í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu.
Hnappurinn er vatnsheldur og hægt er að virkja fallvörn og þá lætur hnappurinn vita ef notandi tækisins dettur og sendir sjálfkrafa skilaboð ef notandinn getur ekki gert viðvart. Einnig er hægt að stilla hnappinn þannig að ef tækið hreyfist utan valins öryggissvæðis þá sendir hnappurinn skilaboð í síma aðstandenda eða umönnunaraðila. Öryggishnappurinn getur einnig gert viðtakendum viðvart ef notandi hnappsins sest t.d. upp í bifreið og fer þannig á meiri ferð en forstillt hraðatakmörk.