Í þessum mánuði ákvað Heilsugæslan í Vestmannaeyjum að velja íslenska…
Sólvangur innleiðir lausnir Alvican
Hjúkrunarheimilið Sólvangur er í innleiðingarfasa á velferðartæknilausn frá Alvican sem er sérstaklega útfærð fyrir íbúa sem eru með heilabilun eða byrjun á heilabilum og eiga það til að týnast. Lausnin sem byggir á Bluetooth og LoRa tækni og virka þannig að umönnunaraðilar fá að vita ef íbúar sem eru með þessa lausn nálgast útganga á hjúkrunarheimilinu. Þetta styttir leitartímann mjög mikið og er mikið hagræði þar sem hjúkrunarheimilið er á nokkrum hæðum, með marga útganga og sparar þessi lausn því leitartímann og eykur öryggi notanda.
Rápskynjari
Rápskynjari Alvican er tengdur við einstaklingsútgáfu af snjallkerfi Alvican en það er kerfi hannað fyrir einstaklinga með skerta færni í sjálfstæðri búsetu sem vilja auka öryggi.
Rápskynjarinn er þráðlaus og með rafhlöðu og er hann settur á rúmfótinn hjá notanda og þegar hann ætlar að fara fram úr rúminu sendir skynjarinn skilaboð í snjallkerfið.
Hægt er að stilla snjallkerfi Alvican þannig að það sendi skilaboð á aðstandendur eða umönnunaraðila allan sólarhringinn eða aðeins þegar notandi fer fram úr rúminu á nóttunni.
Viðmót snjallkerfisins er auðskilið, allt á íslensku og einfalt að setja upp á snjallsíma ættingja, vina eða umönnunaraðila.