skip to Main Content

Fjarðabyggð innleiðir velferðartæknilausnir í nýjan íbúðakjarna

Fjarðabyggð hóf innleiðingu á lausnum frá Alvican með það að markmiðið að stafrænar lausnir geti gert starf umönnunar árangursríkara sem og öryggi íbúa. Með tilkomu velferðartæknilausna sem settar voru upp er hægt að svara hjálparköllum frá íbúum bæði innan- og utandyra, innbyggður er fallskynjari sem hringir eftir hjálp ef hann nemur fall ásamt því að í búnaðinum er GPS tækni sem virkar þannig að með hverju hjálparkalli kemur einnig staðsetning hvar notandinn er. Einnig er hægt að hringja í búnaðinn og ná þannig sambandi við notanda hvar sem hann er staðsettur.

Lausninni fylgir íslenskur hugbúnaður þar sem hægt er að stýra hverjir eru svarendur hverju sinni og hægt að sjá tölfræði um notkun íbúa. Hugbúnaðurinn er íslenskur sem hægt er að nota í tölvu, spjaldtölvum og snjallsímum.

Alvican öryggishnappurinn

Öryggishnappurinn okkar virkar bæði innan- og utandyra og hægt er að fylgjast með staðsetningu notanda með upplýstu samþykki hans. Það þarf enga sérstaka tæknikunnáttu til að nota öryggishnappana okkar. Notandi þarf ekki að eiga eða kunna á snjallsíma. Aðstandendur eða umönnunaraðilar hafa aðgang að snjallforriti okkar í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu.

Hnappurinn er vatnsheldur og hægt er að virkja fallvörn og þá lætur hnappurinn vita ef notandi tækisins dettur og sendir sjálfkrafa skilaboð ef notandinn getur ekki gert viðvart. Einnig er hægt að stilla hnappinn þannig að ef tækið hreyfist utan valins öryggissvæðis þá sendir hnappurinn skilaboð í síma aðstandenda eða umönnunaraðila. Öryggishnappurinn getur einnig gert viðtakendum viðvart ef notandi hnappsins sest t.d. upp í bifreið og fer þannig á meiri ferð en forstillt hraðatakmörk.

Skoða vöru
Back To Top