Heilsuvernd sem rekur hjúkrunarheimilið Hlíð á Akureyri hefur innleitt nýtt…
Múlabær innleiðir velferðatæknilausnir frá Alvican
Múlabær, dagþjálfun aldraðra og öryrkja er sjálfseignarstofnun sem rekin er á daggjöldum frá Sjúkratryggingum íslands og greiðsluþátttöku skjólstæðinga. Múlabær sem er fyrir einstaklinga sem búa í sjálfstæðri búsetu hófu innleiðingu á lausnum frá Alvican nú í haust, með það að markmiðið að stafrænar lausnir geti gert starf umönnunar árangursríkara sem og öryggi skjólstæðinga. Með tilkomu velferðartæknilausna sem settar voru upp er hægt að svara hjálparköllum frá skjólstæðingum bæði innan- og utandyra. Öryggishnappar voru settir upp í öllum rýmum þar sem starfsfólk getur kallað eftir aðstoð ef eitthvað kemur upp á. Einnig voru LoRa öryggishnappar settir inn á öll salerni þar sem skjólstæðingar geta óskað eftir aðstoð frá starfsfólki.
Lausninni fylgir íslenskur hugbúnaður þar sem hægt er að stýra hverjir eru svarendur hverju sinni og hægt að sjá tölfræði um notkun. Hugbúnaðurinn er íslenskur sem hægt er að nota í tölvu, spjaldtölvum og snjallsímum.
Alvican öryggishnappurinn
Öryggishnappurinn okkar virkar bæði innan- og utandyra og hægt er að fylgjast með staðsetningu notanda með upplýstu samþykki hans. Það þarf enga sérstaka tæknikunnáttu til að nota öryggishnappana okkar. Notandi þarf ekki að eiga eða kunna á snjallsíma. Aðstandendur eða umönnunaraðilar hafa aðgang að snjallforriti okkar í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu.
Hnappurinn er vatnsheldur og hægt er að virkja fallvörn og þá lætur hnappurinn vita ef notandi tækisins dettur og sendir sjálfkrafa skilaboð ef notandinn getur ekki gert viðvart. Einnig er hægt að stilla hnappinn þannig að ef tækið hreyfist utan valins öryggissvæðis þá sendir hnappurinn skilaboð í síma aðstandenda eða umönnunaraðila. Öryggishnappurinn getur einnig gert viðtakendum viðvart ef notandi hnappsins sest t.d. upp í bifreið og fer þannig á meiri ferð en forstillt hraðatakmörk.

