Dvalar- og hjúkrunarheimilið Dalbær á Dalvík hefur gert samning við…

Alvican á CES 2023 í Las Vegas
Fulltrúar Alvican heimsóttu CES sýninguna núna í janúar 2023. CES sýningin eða Consumer Electronic Show er ein vinsælasta tæknisýning heims og stóð hún yfir í 4 daga í byrjun janúar, en sýningin er haldin í Las Vegas ár hvert. Sýningin var á nokkrum stöðum í borginni þetta árið en þó aðallega í ráðstefnuhúsinu Las Vegas Convention Center.
Á CES 2023 tóku sjálfkeyrandi bílar og snjallborgir flesta fermetra en IoT og eins og alltaf njóta sjónvörp og nýjar tölvur yfirleitt mikillar athygli. Stærstu tæknifyrirtæki heims kynntu þarna nýjar vörur ásamt þeirra framtíðarsýn en á sýningunni er einnig kynntar hugmyndir og tækni og reyna þeir aðilar oft að laða að fjárfesta.

Fulltrúar Alvican kynntu sér mikið IoT flokkinn ásamt Digital Health mjög vel. Nokkrar undarlegar vörur kynntar þarna eins og oft áður en það sem var áhugavert að sjá var sjálfkeyrandi hjólastólar, klósettsetur sem greina þvag og gefa upplýsingar um hvort það vanti einhver vítamín eða hvort notandinn sé með vírus eða sýkingu.
Ein mjög áhugaverð vara var kynnt á sýningunni og hlaut mikla athygli í fjölmiðlum á meðan sýningunni stóð en það voru heyrnartól sem voru með sömu hönnun og Airpods frá Apple en virka þannig að þau þýða í stað túlks. Aðili sem er með annað heyrnatólið getur t.d. talað þýsku við annan aðila sem er með hitt heyrnartólið og hann heyrir allt þýtt yfir á t.d. ensku jafnóðum. Ef þessi nýjung nær að slá í gegn má ætla að túlkar fái minna að gera í framtíðinni og fundir og kynningar á bjagaðri ensku ættu að heyra sögunni til.

Mikið var um GPS úr sem ýmist voru í einfaldri mynd sem heilsuúr eða með flóknari möguleikum eins og súrefnismettunarmæli og mælir jafnvel reglulega blóðþrýsting.
Einn aðili kynnti GPS skósóla með 7 daga rafhlöðuendingu sem gæti verið mjög hjálplegt að hafa í umönnun við aðila sem eru með heilabilun.
Myndavélar voru einnig fyrirferðamiklar sem persónuverndarlöggjöfin á Íslandi væri líklega ekki sátt með en myndavélar sem eiga að vakta eldri borgara jafnvel upp í rúmi eða á baðherbergjum hafa ekki notið mikilla vinsælda hér á Íslandi.

Það voru þó nokkur fyrirtæki sem voru að kynna vélmenni sem geta verið félagsskapur við t.d. eldri borgara sem búa einir og upp í vélmenni eða þjarka sem geta þjónað t.d. á hjúkrunarheimilum þá sem félagsskapur, sinnt eftirliti eða hjálpað til í matsal eða við að keyra út hluti milli herbergja, sjá um þrif, fylla á birgðir og fleira.
Þá var stór hluti tileinkaður svefni og svefngæðum, svefnmælingum, rafdrifnum dýnum með innbyggðri gervigreind, ljósum sem mæla svefnvenjur, koddar sem aðlagast notandanum til að draga úr hrotum og að lokum var verið að kynna hárband sem hjálpar við að ná dýpri og betri svefn.
Ein áhugaverð vara vakti athygli á sýningunni en það er hringur sem mælir súrefnismettun, getur greint egglos og hvenær blæðingar hefjast hjá konum, er svefnmælir og mælir hitastig húðar.
Eitt fyrirtæki var að kynna lausn sem greinir heilsufarsupplýsingar í heimahúsi en það voru flóknar græjur sem fólk myndi ekki kunna að nota sjálft en gæti verið útskrifað með heim af sjúkrahúsi t.d. Eftir aðgerð og geta þá greint heilsu hjarta notanda og sent á lækni ef það koma upp frávik í mælingum.
Alvican öryggishnappurinn
Öryggishnappurinn okkar virkar bæði innan- og utandyra og hægt er að fylgjast með staðsetningu notanda með upplýstu samþykki hans. Það þarf enga sérstaka tæknikunnáttu til að nota öryggishnappana okkar. Notandi þarf ekki að eiga eða kunna á snjallsíma. Aðstandendur eða umönnunaraðilar hafa aðgang að snjallforriti okkar í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu.
Hnappurinn er vatnsheldur og hægt er að virkja fallvörn og þá lætur hnappurinn vita ef notandi tækisins dettur og sendir sjálfkrafa skilaboð ef notandinn getur ekki gert viðvart. Einnig er hægt að stilla hnappinn þannig að ef tækið hreyfist utan valins öryggissvæðis þá sendir hnappurinn skilaboð í síma aðstandenda eða umönnunaraðila. Öryggishnappurinn getur einnig gert viðtakendum viðvart ef notandi hnappsins sest t.d. upp í bifreið og fer þannig á meiri ferð en forstillt hraðatakmörk.