GPS öryggisúr
GPS öryggisúrið er búið GSM síma sem nota má hvar sem er inni og úti. Þegar ýtt er á hnappinn sendir úrið sms boð á skráða svarendur og hringir svo símtal í svarendur í þeirri röð sem þeir eru skráðir þar til svarað er. GPS búnaðurinn gefur nákvæma staðsetningu ef úrið er notað utandyra.
Náið í bæklinginn.
Einfalt notendaviðmót – beint í Snjallsíma
Viðmót snjallkerfisins er auðskilið, allt á íslensku og einfalt að setja upp á snjallsíma ættingja, vina eða umönnunaraðila. Hægt er að stilla kerfið þannig að aðstandendur geta skipt með sér umsjóninni á mismunandi tímabilum.
Náið í Alvican appið

Hafa samband
Vörur