GPS öryggisúr
GPS öryggisúrið er búið GSM síma sem nota má hvar sem er inni og úti. Þegar ýtt er á hnappinn sendir úrið sms boð á skráða svarendur og hringir svo símtal í svarendur í þeirri röð sem þeir eru skráðir þar til svarað er. GPS búnaðurinn gefur nákvæma staðsetningu ef úrið er notað utandyra.