Undanfarin ár hefur Alvican fengið ýmis krefjandi verkefni frá notendum…

Hvað er velferðartækni?
Á Íslandi er umræðan um velferðartækni tiltölulega ný. Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu geta verið ýmsar tæknilegar lausnir sem einstaklingar geta nýtt sér til þess að styrkja getu sína til sjálfshjálpar, samfélagsþátttöku og einnig til þess að lengja sjálfstæða búsetu eldri borgara. Nágrannar okkar á Skandinavíu eru komin töluvert lengra í innleiðingu á lausnum í velferðartækni.
Velferðartækni er mikilvæg lausn til þess að mæta framtíðar áskorunum samfélagsins varðandi lengri lífaldur og öldrun þjóða. Velferðartækni felur í sér allar þær tæknilegu lausnir sem fólk getur nýtt sér til þess að stuðla að sjálfræði, félagslegri þátttöku og lífsgæðum á eigin forsendum. Velferðartækni nýtist ekki aðeins notendum þjónustunnar, heldur getur hún einnig nýst aðstandendum og fagfólki. Velferðartækni er fyrirhuguð sem ný og betri lausn til þess að auka gæði velferðarþjónustunar, bæta starfsaðstæður og skapa jákvæð hagræn áhrif fyrir samfélagið.
Velferðartækni getur stutt við og aukið öryggi aldraðra við athafnir daglegs lífs, bæði innan og utan heimilis. Hún gerir þeim meðal annars kleift að geta búið lengur heima hjá sér og stuðlar einnig að sjálfræði og félagslegri virkni. Margir aldraðir búa einir og hafa engan heima við til þess að aðstoða sig. Það getur til dæmis orðið til þess að þeir slasi sig eða upplifi óöryggi við daglegar athafnir. Þegar aldraðir slasa sig getur orðið erfitt fyrir þá að endurheimta sjálfræðið sitt eða lífsmáta aftur. Mikilvægt er að þeir nái að viðhalda lífsstíl sínum og þeim lífsmáta sem þeir hafa tileinkað sér í gegnum lífið og þar spilar sjálfstæð búseta stórt hlutverk. Velferðartækni getur einnig nýst á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu þar sem hún getur aukið öryggi og sjálfræði íbúa og einnig haft áhrif á starfsemi heimilisins. Velferðartækni getur auðveldað umönnunaraðilum starfið með því að aðstoða þá við verkin, vaktaskiptin og vinnuskipulagið
Með aukinni áherslu á velferðartækni og aukinni samvinnu milli sveitarfélaga, frjálsra félagasamtaka, nærsamfélags og aðstandenda er hægt að færa þjónustuna nær notandanum.
Ávinningur af notkun velferðartækni er margskonar. Hún getur til að mynda aukið lífslíkur og lífsgæði notenda og gert þeim kleift að búa lengur heima hjá sér auk þess að veita aðstandendum hugarró. Þróun velferðartækni mun því spila stóran þátt í að bæta umönnunarkerfi framtíðarinnar, draga úr álagi á starfsfólk og þar með bæta upp fyrir skort á starfsfólki í framtíðinni.
Innleiðing og aðlögun velferðartækni fyrir aldraða mun því bæta núverandi sem og framtíðarstöðu eldri borgara.
Alvican þróar velferðartækni með það að markmiði að lengja sjálfstæða búsetu eldri borgara og stuðla að öruggari æviárum. Velferðarsvið sveitarfélaga geta aukið öryggi sinna eldri borgara með því að innleiða lausnir Alvican og m.a. gert þjónustuíbúðir sínar að öryggisíbúðum. Einnig gerir tæknin kleift að hagræða við heimaþjónustu og heimahjúkrun sveitarfélaga og nýta lausnir Alvican við eftirlit og forgangsröðun heimsókna. Þau hjúkrunarheimili sem hafa innleitt snjallkerfi og lausnir Alvican hafa einnig náð að hagræða vegna vinnusparnaðar sem felst í stafrænu eftirliti og umönnun.
Alvican öryggishnappurinn
Öryggishnappurinn okkar virkar bæði innan- og utandyra og hægt er að fylgjast með staðsetningu notanda með upplýstu samþykki hans. Það þarf enga sérstaka tæknikunnáttu til að nota öryggishnappana okkar. Notandi þarf ekki að eiga eða kunna á snjallsíma. Aðstandendur eða umönnunaraðilar hafa aðgang að snjallforriti okkar í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu.
Hnappurinn er vatnsheldur og hægt er að virkja fallvörn og þá lætur hnappurinn vita ef notandi tækisins dettur og sendir sjálfkrafa skilaboð ef notandinn getur ekki gert viðvart. Einnig er hægt að stilla hnappinn þannig að ef tækið hreyfist utan valins öryggissvæðis þá sendir hnappurinn skilaboð í síma aðstandenda eða umönnunaraðila. Öryggishnappurinn getur einnig gert viðtakendum viðvart ef notandi hnappsins sest t.d. upp í bifreið og fer þannig á meiri ferð en forstillt hraðatakmörk.