Í þessum mánuði ákvað Landspítalinn að velja íslenskar heilsutæknilausnir frá…

Hjúkrunarheimilið Kirkjuhvoll á Kirkjubæjarklaustri innleiðir lausnir frá Alvican
Kirkjuhvoll sem er hjúkrunar- og dvalarheimili á Kirkjubæjarklaustri hófu innleiðingu á dögunum velferðartæknilausnir frá Alvican. Hjúkrunar- og dvalarheimilið mun taka í notkun þráðlausar bjöllur sem eru 4G og virka því bæði innan- og utandyra. Sú lausn hjálpar mikið til við umönnun íbúa með heilabilun sem stundum fara út án þess að starfsfólk veit af því og þá senda hnapparnir skilaboð á umönnunaraðila.
Einnig verða settir upp þráðlausir rápskynjarar í stað rápmotta. Rápskynjarnir eru stilltir eftir þörfum notanda og þannig er hægt að vakta notanda þegar þörf er á, þar sem sumir íbúar eru í byltuhættu allan sólarhringinn en aðrir aðeins á nóttunni.
Rápskynjurunum fylgir íslenskur hugbúnaður þar sem hægt er að stýra hverjir eru svarendur hverju sinni, fá tölfræðiskýrslur um hreyfingar og notkun.
Síðan völdu stjórnendur Kirkjuhvols þráðlausa hitaskynjara í lyfjaskápa sem vakta hita- og rakastig í lyfjaskápum og senda skilaboð á vaktstjóra og eftirlitsaðila ef frávik verða á hitastigi.
Allar lausnir frá Alvican eru þráðlausar og þarf því enga uppsetningu, aðeins kennslu á búnaðinn og hugbúnaðinn sem er á íslensku og auðvitað íslenskt hugvit.
Rápskynjari Alvican
Rápskynjari Alvican er oftast tengdur stofnankerfi Alvican. En það er kerfi hannað fyrir dvalarheimili sem vilja einfalda og markvissa lausn til að fylgjast með hvort íbúi fer á stjá á nóttunni.
Lausnin veitir öryggi fyrir notendur í byltuhættu án þess að skerða persónufrelsi. Öryggið sem fylgir því að hafa rápskynjara er augljóst og möguleikar eru á mikilli hagræðingu fyrir umönnunaraðila hvort heldur er fyrir einstakling sem býr einn eða hópa sem umönnunaraðilar sinna.