Alvican hjálparhnapur

Alvican í samvinnu við Sænska fyrirtækið Minifinder hefur þróað lausn sem hentar bæði einstaklingum og stofnunum. Um er að ræða hjáparhnapp/neyðarhnapp sem er lítll og þægilegur hnappur eða armband. Hnappurinn er með talrás og staðsetningarbúnaði og virkar hvar sem er, inni eða úti.

Notkun Alvican hnappa:

Hnappurinn er búin GSM síma sem nota má hvar sem er inni og úti. Þegar ýtt er á hnappinn (halda inni í 3 sek) sendir hann sms boð á skráða svarendur og hringir svo símtal í svarendur í þeirri röð sem þeir eru skráðir þar til svarað er. Ef svarandi/þjónustuaðili vill ná sambandi við þann sem er með hnappinn þá hringir hann í númer hnappsins og talsamband kemst á. GPS búnaður gefur nákvæma staðsetningu ef hnappurinn er notaður utandyra.

Nýr hnappur:

Kveikið á hnappnum með því að styðja á af/á rofan, þá blikka blátt og grænt ljós á hnappnum. Ef bláa ljósið blikkar hratt þá þarf að setja hnappinn í hleðslu. Gott er að hafa hnappinn úti eða við glugga á meðan staðsetningarkerfið nær að staðsetja hnappinn. Annars gefur hnappurinn upp síðustu staðsetningu sem gæti verði hjá framleiðanda í asíu. Staðsetjið hleðslustandinn á náttborði eða þar sem heppilegt er. Þegar hnappurinn er settur í standinn þá kemur rautt ljós, athugið að hnappurinn falli alveg í standinn. Full hleðsla tekur 3-4 klukkustundir. Rafhlaða endist í 2-3 daga en rétt er að hlaða hnappinn á hverjum degi.