skip to Main Content

Dvalarheimilið Fellaskjól velur velferðartæknilausnir frá Alvican

Dvalarheimilið Fellaskjól á Grundarfirði hefur hafið innleiðingu á velferðartæknilausnum Alvican. Allar lausnir frá Alvican eru þráðlausar og þurfa því enga uppsetningu, aðeins kennslu á búnaðinn og hugbúnaðinn sem er á íslensku og er auðvitað íslenskt hugvit.

Þráðlausa 4G bjöllukerfið virkar vel þegar breytingar ganga yfir þar sem ekki þarf neina uppsetningu á staðnum og hægt að flytja til hnappa, fjölga eða fækka eftir þörf hverju sinni.

Bjöllukerfið virkar bæði innan og utandyra og þarf enga stjórnstöð þar sem í hnappnum er talrás í báðar áttir og þess vegna er hægt að bæði hringja úr hnappnum og hringja í hnappinn. Einnig er GPS tæki í hnappnum og því er hægt að staðsetja hnappinn utandyra og koma notandanum til aðstoðar þar sem hann er staddur og hentar því mjög vel fyrir þá íbúa sem eru á ferðinni og fara reglulega í göngutúra eða týnast. Sú lausn hjálpar mikið til við umönnun íbúa með heilabilun sem stundum fara út án þess að starfsfólk veit af því og þá senda hnapparnir skilaboð á umönnunaraðila.

Hnöppunum fylgir íslenskur hugbúnaður þar sem hægt er að stýra hverjir eru svarendur hverju sinni, fá stöðu á hnöppunum og tölfræði skýrslur um notkun.

Fellaskjól er einnig að taka í notkun þráðlausa rápskynjara í stað rápmotta.

Rápskynjarnir eru stilltir eftir þörfum notanda og þannig er hægt að vakta notanda þegar þörf er á, þar sem sumir íbúar eru í byltuhættu allan sólarhringinn en aðrir aðeins á nóttunni.

Rápskynjurunum fylgir einnig íslenskur hugbúnaður þar sem hægt er að stýra hverjir eru svarendur hverju sinni, fá tölfræðiskýrslur um hreyfingar og notkun.

Að lokum voru settir upp þráðlausir neyðarhnappar í matsal, salerni og sameiginleg rými á dvalarheimlinu til að hægt sé að kalla eftir hjálp ef neyð kemur upp.

Reykskynjari

Reykskynjari Alvican er fullkominn skynjari í hæsta gæðaflokki. Þráðlas og einfaldur í uppsetningu, vaktkerfi Alvican fylgist með að skynjarinn sé virkur og í lagi á hverjum sólarhring.

Skoða vöru
logo-white_transparent

Hátún 12
105 Reykjavík
Ísland
alvican@alvican.com
+0354 6160900

Kennitala: 5410151240
Banki: Arionbanki hf
Reikningur: 0301-26-012477
Vsk númer: 136833

Náið í Alvican appið

google-play-badge
rannis-white

Stuðningsaðili: Rannís

Back To Top