skip to Main Content

Alvican opnar á sænska samstarfsaðila

Fulltrúar Alvican heimsóttu sýningu sem haldin var í Kistamassen í Stokkhólmi fyrir nokkrum vikum. Sýningin bauð upp á lausnir fyrir opinbera geirann í Svíþjóð og er stærsti samkomustaður fyrir þá sem þróa heilsutæknilausnir fyrir opinbera geirann í Svíþjóð.

Alvican hefur verið í samstarfi við þróunarfyrirtækið Minifinder í nokkur ár ásamt því að vera í samtökunum HealthTech Nordic síðan 2017. Á þessari sýningu var gert samkomulag við nýtt tæknifyrirtæki frá Gautaborg sem er að hasla sér völl í heilsutækni og var ákveðið að fara í þróunarsamstarf m.a. varðandi lausnir Alvican. Vormánuðir verða því spennandi því Svíar eru lengra komnir í velferðartæknilausnum en Íslendingar og áhugavert að sjá lausnir Alvican í sænska heilbrigðiskerfinu.

Á sýningunni mátti sjá fjölmargar flottar lausnir eins og snjalllæsingar þar sem umönnunaraðilar og bráðasveit geta komist inn í híbýli eldri borgara sem þurfa aðstoð öll með sama lyklinum sem er forritaður til að ganga að íbúðinni í 30 mínútur.

Einnig var verið að kynna nýja GPS skósóla fyrir þá sem er með heilabilun en þróun á rafhlöðunni hefur tekið stórum framförum með því að vera í hvíld ef notandinn er ekki á hreyfingu.

Nokkrir nýir lyfjaskammtarar voru kynntir á sýningunni sem senda frá sér áminningar í snjallsíma og sjá til þess að gefa notandanum rétt lyf á réttum tíma, en allir eiga það sameiginlegt að vera bara með lyf í rúllum þannig að ef lyfjasamsetning notanda breytist þá þarf að farga öllum lyfjunum sem eru í lyfjaskammtaranum.

Mikið var um kynningar á GPS úrum sem ýmist voru í einfaldri mynd sem heilsuúr eða með flóknari möguleikum eins og súrefnismettunarmæli og mælir jafnvel reglulega blóðþrýsting. 

Myndavélar voru einnig fyrirferðamiklar til að greina fall hjá notanda sem persónuverndarlöggjöfin á Íslandi væri líklega ekki sátt með en myndavélar sem eiga að vakta eldri borgara jafnvel upp í rúmi eða á baðherbergjum hafa ekki notið mikilla vinsælda hér á Íslandi.

Þegar rætt var við forvarsmenn þessara nýsköpunarfyrirtækja var sami rauði þráðurinn hjá þeim öllum en samþætting þjónustu við tæknilausnir hafa ekki gengið jafn hratt og þróun á tæknilausnunum og stærsta vandamálið í umönnun eldri borgara væri enn að finna út hver ætti að vera viðbragðsaðili þegar eitthvað gerist hjá þeim notendum sem eru að lengja sjálfstæða búsetu sína með heilsutæknilausnum.

Reykskynjari

Reykskynjari Alvican er fullkominn skynjari í hæsta gæðaflokki. Þráðlas og einfaldur í uppsetningu, vaktkerfi Alvican fylgist með að skynjarinn sé virkur og í lagi á hverjum sólarhring.

Skoða vöru
logo-white_transparent

Hátún 12
105 Reykjavík
Ísland
alvican@alvican.com
+0354 6160900

Kennitala: 5410151240
Banki: Arionbanki hf
Reikningur: 0301-26-012477
Vsk númer: 136833

Náið í Alvican appið

google-play-badge
rannis-white

Stuðningsaðili: Rannís

Back To Top